Amanda Knox er áhyggjufull

Amanda Knox bíður nú, líkt og margir aðrir, eftir niðurstöðu …
Amanda Knox bíður nú, líkt og margir aðrir, eftir niðurstöðu Hæstaréttar á Ítalíu. AFP

Raffaele Sollecito, fyrrverandi kærasti Amöndu Knox, vill að mál hans verði tekið fyrir að nýju og þá verði það aðskilið máli Knox. Sollectio og Knox voru fundin sek fyrir morðið á hinni bresku Meredith Kercher í fyrra en hún var myrt í Perugia árið 2007. Málinu var áfrýjað til Hæstaréttar á Ítalíu og er von á niðurstöðu síðar í dag.

Verði dómurinn staðfestur og Sollecito fundinn sekur er hugsanlegt að hann verði handtekinn þegar í stað og færður í fangelsi en hann mætti til dómshússins í morgun, ólíkt Knox sem er enn í Bandaríkjunum, ásamt kærustu sinni og föður.

Knox var á síðasta ári dæmd til 28 og hálfs árs fangelsisvitar en Sollecito til 25 ára. „Það á ekki að dæma Sollecito fyrir morð sem hann framdi ekki, aðeins vegna þess að hann átti í stuttu ástarsambandi við Amöndu Knox,“ sagði frænka Sollecito í skriflegu svari til Guardian.

Lögmaður Knox sagði fyrir dómnum í morgun að það hefði engin áhrif á skjólstæðing sinn ef mál ef mál Sollecito og Knox yrðu aðskilin og tekin upp að nýju. Í samtali við fjölmiðla áður en réttarhaldið hófst sagðist lögmaðurinn hafa rætt við Knox í gærkvöldi. Hún væri áhyggjufull vegna niðurstöðunnar sem er að vænta í dag. 


mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert