James May: „Þetta er harmleikur“

Jeremy Clarkson hefur verið látinn fara frá breska ríkisútvarpinu.
Jeremy Clarkson hefur verið látinn fara frá breska ríkisútvarpinu. AFP

Top Gear þáttastjórnandinn James May sagði í samtali við Sky-fréttastöðina að það væri harmleikur að samningur við Jeremy Clarksons hafi ekki verið endurnýjaður. 

Aðspurður sagði May að Top Gear myndi halda áfram með „einhverjum hætti“. Sagði hann þáttinn hafa verið til áður en þeir tóku við þættinum.

Frétt mbl.is: Samningur Clarkson ekki endurnýjaður

Líkt og greint var frá á mbl.is fyrr í dag þá hefur BBC látið Jeremy Cl­ark­son fjúka. Ekkert hefur verið gefið út um framhaldið eða mögulegan eftirmann Clarkson.

„Eitthvað sem hefði getað verið auðleystur lítill ágreiningur, var að einhverju mun stærra,“ sagði May við Sky. Hann gefur einnig í skyn í viðtalinu að hugsanlega muni hann hætta í Top Gear, nú þegar Clarkson er hættur. „Við þrír eru einn pakki,“ segir May.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert