Rússnesk herstöð vill Clarkson

Clarkson var hundeltur af ljósmyndurum í gær, þegar hann yfirgaf …
Clarkson var hundeltur af ljósmyndurum í gær, þegar hann yfirgaf heimili sitt á hjóli. AFP

Rússneska sjónvarpsstöðin Zvezda, sem rekin er af rússneska varnarmálaráðuneytinu, hefur boðið Jeremy Clarkson vinnu. Stöðin er í eigu rússneska ríkisins og er tileinkuð umfjöllun um rússneska herinn, en sýnir einnig hina ýmsu skemmtiþætti.

Zvezda hefur birt bréf til sjónvarpsmannsins breska, þar sem honum er boðið að stjórna nýjum bílaþætti og að heimsækja Moskvu til að ræða tilboðið. Tilkynnt var í gær að samningur Clarkson við BBC yrði ekki endurnýjaður þegar hann rennur út í lok mánaðar.

„Hann mun svara. Ég get ekki svarað fyrir hann,“ sagði talsmaður Clarkson, þegar sjónvarpsstöðin innti hann eftir viðbrögðum.

Clarkson hefur um árabil verið einn stjórnenda bílaþáttarins Top Gear, sem nýtur áhorfs um 350 milljón manna um heim allan. Þátturinn nýtur mikilla vinsælda í Rússlandi, en tilraun til að gera rússneska útgáfu af Top Gear fór út um þúfur.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka