Ætlar ekki að kæra Clarkson

Framleiðandi Top Gear ætlar ekki að kæra Jeremy Clarkson
Framleiðandi Top Gear ætlar ekki að kæra Jeremy Clarkson Skjáskot úr Top Gear

Oisin Tymon, framleiðandi Top Gear sem Jeremy Clarkson réðst á, ætlar ekki að kæra Clarkson. Sá síðarnefndi réðst á Tymon með svívirðingum og beitti hann ofbeldi þannig að sá á andliti framleiðandans. Gekk hann í burtu með bólgna og blóðuga vör.

Í tilkynningu sem lögfræðingur Tymon sendi frá sér fyrir hönd hans segir: „Tymon hefur tilkynnt lögreglu að hann muni ekki leggja fram kæru. Atburðir síðustu vikna hafa verið afar óþægilegir fyrir alla. Málið hefur tekið mjög á Tymon, fjölskyldu hans og vini.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka