Von á niðurstöðu eftir hádegi

Mun Amanda Knox snúa aftur í fangelsi?
Mun Amanda Knox snúa aftur í fangelsi? AFP

Raffaele Sollectio hafði enga ástæðu til að myrða Meredith Kercher og ekki er hægt að tengja lífssýni sem fundust á vettvangi við hann. Þetta sagði lögfræðingur hans í Hæstarétti Ítalíu í morgun. Síðar í dag mun niðurstaða í máli hans og Amöndu Knox liggja fyrir.

Giulia Bongiorno, lögmaður Sollectio talaði í tvær klukkustundir. Hún sagði skjólstæðing sinn saklausan. Sagði hún meðal annars að lífssýni úr Sollectio sem fundust á brjóstahaldara Kercher sé ekki nothæft sönnunargagn þar sem illa hafi verið gengið um morðvettvanginn. Ekkert annað lífssýni úr Sollectio fannst í herberginu þar sem unga konan var myrt.

Knox og Sollectio hafa þegar setið fjögur ár í fangelsi vegna málsins en voru látin laus. Rudy Guede, sem einnig var dæmdur vegna morðsins, afplánar 16 ára fangelsisdóm.

Dómarar ráða nú ráðum sínum og mun niðurstaðan liggja fyrir eftir hádegi.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert