Þakklát fyrir að fá líf sitt aftur

AFP

Amanda Knox sagðist vera „full af gleði“ eftir að hún og Raffaele Sollecito voru sýknuð í Hæstarétti Ítalíu í gær. Knox og Sol­lectio hafa þegar setið fjög­ur ár í fang­elsi fyr­ir morð á breska há­skóla­nem­an­um Meredith Kercher. Þetta kemur fram í frétt Sky News. 

Með tárin í augunum ræddi Knox við blaðamenn fyrir utan heimili sitt í Seattle í Bandaríkjunum. Sagðist hún vera þakklát fyrir réttlætið og stuðninginn sem hún hefur hlotið síðustu ár frá fjölskyldu sinni, vinum og ókunnugum. „Ég er svo þakklát fyrir að hafa fengið líf mitt aftur,“ sagði Knox. 

„Meredith var vinkona mín. Hún átti svo miklu meira skilið. Ég er sú heppna,“ sagði Knox, aðspurð um Kercher sem var stungin til bana í svefn­her­berg­inu sínu árið 2007 í Perugia, Ítal­íu, þar sem hún var í námi. Knox var meðleigj­andi Kercher sem kom frá Bretlandi. 

Fjölskyldumeðlimir Kercher sögðust vera í áfalli vegna dómsins en Rudy Gu­ede, sem einnig var dæmd­ur vegna morðsins, afplán­ar 16 ára fang­els­is­dóm.

„Ákvörðunin er áfall en var niðurstaða sem við vissum að væri möguleg, þó hún sé ekki það sem við bjuggumst við,“ sagði í yfirlýsingu frá fjölskyldu Kercher.

„Við skiljum að þessi ákvörðun er endnanleg og merkir endalok þess sem hefur verið langt og erfitt ferli fyrir alla aðilla. Við trúum því að við munum skilja ástæður að baki þessarar ákvörðunar á næstu mánuðum en núna þurfum við tíma til þess að átta okkur á þessu og minnast Meredith,“ sagði jafnframt í yfirlýsingunni. 

Amanda Knox ræðir við blaðamenn fyrir utan heimili sitt í …
Amanda Knox ræðir við blaðamenn fyrir utan heimili sitt í Seattle í Bandaríkjunum í gær. AFP
AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert