Forstjóra BBC hótað lífláti

Jeremy Clarkson hefur verið látinn fara frá breska ríkisútvarpinu.
Jeremy Clarkson hefur verið látinn fara frá breska ríkisútvarpinu. AFP

Tony Hall, forstjóra BBC, hafa borist líflátshótanir eftir að hann sagði Jeremy Clarkson upp störfum sem aðalstjórnanda bílaþáttarins Top Gear seinasta miðvikudag. Hall og eiginkona hans hafa notið lögregluverndar allan sólahringinn frá því að líflátshótanirnar fyrst bárust.

Talsmaður bresku lögreglunnar segir að verið sé að rannsaka málið.

Fyrsta hótunin barst stuttu eftir að Hall tilkynnti um brottrekstur Clarkson, þá í gegnum tölvupóst.

Breska lögreglan tekur hótunum alvarlega og greip þess vegna strax til umræddra ráðstafana. Breskir fjölmiðlar hafa jafnframt greint frá því að yfirmaður öryggismála hjá BBC hafi óskað eftir aðstoð fyrrum sérsveitarmanna í breska hernum til að taka þátt í aðgerðunum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka