Nú er orðið ljóst að árás liðsmanna íslömsku hryðjuverkasamtakanna al-Shebab á háskóla í Kenía er sú mannskæðasta í landinu frá því að sprengjuárás var gerð á bandaríska sendiráðið árið 1998. Innanríkisráðherra Kenía segir að í það minnsta sjötíu námsmenn liggi í valnum eftir árásina.
Joseph Nkaiserry, innanríkisráðherra, segir að öryggissveitir séu enn að fara yfir háskólasvæðið en hermenn hafi fellt fjóra árásarmenn. Hryðjuverkamennirnir höfðu þá haldið háskólanum í heljargreipum í um tólf klukkustundir. Að minnsta kosti 79 manns eru særðir eftir árásina, þar af níu alvarlega.
Grímuklæddir og vopnaðir menn byrjuðu að því að brjóta sér leið inn á svæðið með handsprengjum í bænum Garissa í norðvesturhluta Kenía, nálægt landamærunum að Sómalíu, fyrir dögun.
Shebab stóð einnig að baka árás á verslunarmiðstöð í Naíróbí í september árið 2013 þegar fjórir byssumenn myrtu 67 manns í umsátri sem stóð yfir í fjóra daga. Samtökin eiga rætur sínar að rekja til Sómalíu en árásir þeirra hafa teygt sig yfir landamærin til Keníu.