Fé til höfuðs forsprakkanum

Yfirvöld í Kenía heita hverjum þeim sem getur gefið upplýsingar um Mohamed Mohamud, heilann á bak við árásina á háskólann í Kenía, 215 þúsund dollurum í verðlaun, um 30 milljónir króna.

Mohamud er nú kominn á lista yfir eftirlýsta glæpamenn. Innanríkisráðuneytið segir í færslu á Twitter að hver sá sem búi yfir upplýsingum um Mohamud, sem einnig er þekktur undir nöfnunum Dulyadin og Gamadhere. 

<blockquote class="twitter-tweet">

"<a href="https://twitter.com/CapitalFM_kenya">@CapitalFM_kenya</a>: Sh20mn bounty for Garissa attack mastermind Gamadhere (<a href="http://t.co/5ryTu3s0DD">http://t.co/5ryTu3s0DD</a>) <a href="http://t.co/BQ3JwpYznl">pic.twitter.com/BQ3JwpYznl</a>" <a href="https://twitter.com/hashtag/OneKenya?src=hash">#OneKenya</a>

— InteriorCNG Ministry (@InteriorKE) <a href="https://twitter.com/InteriorKE/status/584647516605566976">April 5, 2015</a></blockquote><script async="" charset="utf-8" src="//platform.twitter.com/widgets.js"></script><div id="embedded-remove"> </div>

Yfirvöld í Kenía nafngreindu einnig í dag einn hryðjuverkamannanna sem tók þátt í árásinni á háskólann. 148 féllu, aðallega nemendur við skólann. Yfirvöld segja hryðjuverkamanninn heita Abdirahim Abdullahi. Faðir hans er sveitarstjórnarmaður í norðurhluta landsins. Hann segir í samtali við CNN að sonar hans hafi verið saknað um hríð. 

Abdirahim Abdullahi útskrifaðist frá háskólanum í Naíróbí árið 2013 í lögfræði. Hann starfaði í tvo mánuði í banka en hvarf að því er virtist sporlaust skömmu síðar. „Mér er sagt að sonur minn sé einn hryðjuverkamannanna,“ segir Abdullahi Daqare við CNN. „Ég hafði áður sagt stjórnvöldum frá því að sonur minn væri horfinn. Ég bað þau um að hjálpa mér að finna hann.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert