Florence í Colorado er fallegur staður þar sem náttúran nýtur sín til fulls en Florence á sér dökka hlið, Administrative Maximum Facility eða ADX öryggisfangelsið öðru nafni. Fangelsið þykir það skelfilegasta í Bandaríkjunum. Daily Telegraph fjallar um fangelsið um helgina en mannréttindasamtökin Amnesty International telja að starfsemi þessa illræmda fangelsis brjóti jafnvel gegn ákvæðum stjórnarskrár Bandaríkjanna.
ADX gengur undir ýmsum viðurnefnum; svo sem „Alcatraz of the Rockies“ og „American gulag“ en alls hýsir fangelsið tæplega fimm hundruð fanga.
Fangarnir eru þeir hættulegustu sem fyrirfinnast í Bandaríkjunum en meðal þeirra eru Zacarias Moussaoui, sem er einn þeirra sem skipulagði hryðjuverkin á Bandaríkin 11. september 2011, Terry Nichols, tilræðismaðurinn í Oklahomaborg og Joseph Swango - öðru nafni herra dauði (Dr Death) fjöldamorðingi sem eitraði fyrir sextíu sjúklingum sínum.
Mikil leynd hefur hvílt yfir starfsemi ADX en það hefur verið starfrækt í meira en 20 ár. Vegna viðamikillar lögsóknar um illa meðferð á föngum í fangelsinu hefur ljósi verið varpað á starfsemi þess og hvað gerist þar innan rimlana. Það sem hefur komið í ljós kemur við kaunin á ýmsum, segir í grein Telegraph um starfsemi fangelsisins.
Refsingum sem er beitt innan fangelsisins eru á mörkum þess mannlega og er jafnvel talið að starfsemin brjóti gegn stjórnarskránni. Fangarnir eru læstir inni klefum sínum sem eru litlu stærri en hefðbundið klósett að stærð. Pínulítið gat er á útvegg klefa þar sem þeir geta með naumindum séð út um. Þeir sjá ekki fjöllin heldur bara skýin og hluta af fangelsinu, ef þeir eru heppnir að sjá eitthvað út. Ólíkt öðrum fangelsum þá eru samskipti við annað fólk nánast útilokuð.
Í skýrslu Amnesty International um starfsemi þess kemur fram að fangarnir eru hlekkjaðir dögum eða vikum saman við rúm sín og haldið í einangrun í 23 klukkutíma á sólarhring.
Telegraph vísar til New York Times um að þetta leiði til þess að sturlun er algengt ástand meðal fanga. Fangelsið veiti enga betrun heldur sé bara geymslustaður, samkvæmt grein sem Mark Binelli ritar í NYT.
Binelli hefur birt samtöl milli fanga og Ed Arno, lögmanns hjá lögmannsstofunni Arnold & Porter, sem hefur höfðað mál fyrir hönd geðveikra fanga sem hafa misst vitið í fangelsinu.
Gleypti rakvélarblöð og tannbursta og skar sig á púls
Aro segir að fangi sem heitir Jack Powers, sem rændi 30 banka með einu bréfi sem hann rétti gjaldkerum þar sem kröfur hans komu fram, hafi verið svo aðframkominn í fangelsinu að hann gleypti rakvélarblöð og tannbursta, skar af sér eyrnasneplana og húðflúraði sig sjálfur að hætti Avatar. Ekki nóg með það heldur opnaði hann á sér punginn og fjarlægði annað eistað og skar sig á púls. Læknar segja samt sem áður að Powers beri engin merki geðsjúkdóma.
Samkvæmt New York Times var Powers sendur til læknis til að láta að gera að sárum sínum en talið að hann þyrfti ekki á neinni aðstoð sálfræðinga né geðlækna.
Í grein Telegraph kemur fram að Amnesty International hafi verið meinaður aðgangur að fangelsinu 2011 og 2012. Samtökin hafi miklar áhyggjur af fréttum um meðferð fanga og efist um að bragarbót hafi verið gerð þar á.
<blockquote class="twitter-tweet">'ADX' (United States Penitentiary Administrative Maximum Facility), Colorado. <a href="https://twitter.com/hashtag/StaffWriters?src=hash">#StaffWriters</a> <a href="http://t.co/pRRlYg0USj">http://t.co/pRRlYg0USj</a> <a href="http://t.co/j5pkfvdajf">pic.twitter.com/j5pkfvdajf</a>
— news.com.au Spoilers (@NewsAuSpoilers) <a href="https://twitter.com/NewsAuSpoilers/status/469343808774471680">May 22, 2014</a></blockquote><script async="" charset="utf-8" src="//platform.twitter.com/widgets.js" type="text/javascript"></script><div id="embedded-remove"> </div>Í grein NYT, sem birtist þann 26. mars, er meðal annars fjallað um mál Rodney Jones, sem hefur verið inn og út úr fangelsi frá unglingsárum en hann hefur glímt við geðræna kvilla frá barnæsku. Hann reyndi fyrst að fremja sjálfsvíg þegar hann drakk heilan klórbrúsa tólf ára gamall. Síðar varð hann háður fíkniefnum og braust inn og framdi rán til þess að fjármagna neysluna. En nú hefur Jones, 46 ára, verðið fyrir utan fangelsisrimla í þrjú ár sem er lengsta tímabil hans sem frjáls maður frá því hann varð fullorðinn. Frá fimmtán ára aldri dvaldi hann meira og minna á geðdeildum, unglingaheimilum og fangelsum enda óttaðist hann lífið fyrir utan en innan. Hann gekk jafnvel svo langt að kaupa eiturlyf og hringdi síðan í lögregluna og bað um að vera handtekinn.
En nú reynir hann allt til þess að forðast það að vera sendur í fangelsið sem hann eyddi átta árum í, ADX. En Jones var sendur þangað eftir að hafa verið ákærður í þrígang fyrir árásir á einu ári, í öllum tilvikum var um slagsmál við aðra fanga að ræða.
Hlekkjaður á höndum og fótum við rúm sitt
Líkt og hér kom fram að framan eru fangar í ADX í einangrun í 23 klukkutíma á sólarhring en Jones hafði aldrei áður verið haldið í einangrun svo lengi. Hann hætti að fá lyfin sín, Seroquel, lyf sem er gefið við geðhvörfum (tvískautaröskun) og var sagt af lækni að ekki væru gefin lyf í fangelsinu sem léti föngum líða vel. Til þess að lifa dvölina af þá gerði Jones æfingar í klefanum þangað til hann varð of þreyttur til að hreyfa sig. Til þess að fá hann til þess að hætta líkamsræktinni þá var Jones hlekkjaður á höndum og fótum við rúm sitt - í stellingu sem minnir helst á miðaldapyntingar.
Árið 2009 rak Jones augun í kunnuglegt andlit í fangagarðinum, Michael Bacote, en þeir höfðu verið vinir í æsku. Bacote var bæði ólæs og óskrifandi en greindarvísitala hans mældist 61 stig. Barcote þjáðist einnig af bráðaofsóknaræði og hafði verið sendur til ADX vegna þess að hann hafði átt aðild að morði í fangelsi í Texas.
Þrátt fyrir ítrekaðar beiðir Bacote um flutning var honum alltaf synjað. Hann var sannfærður um að fangelsismálayfirvöld væru að reyna að eitra fyrir honum svo hann neitaði að matast og taka lyf.
Barcote bað Jones um aðstoð við að losna og Jones aðstoðaði hann við að óska eftir aðstoð frá samtökum sem sinna föngum sem meðal annars glíma við geðræn vandamál. Í kjölfarið fylgdi stærsta lögsókn varðandi meðferð á föngum sem sögur fara af í Bandaríkjunum.
<blockquote class="twitter-tweet">ADX Florence, Colorado houses about 490 inmates deemed the "most dangerous" members of U.S. prison population <a href="http://t.co/3ef01tIb">http://t.co/3ef01tIb</a>
— Leandro Oliva (@lmoliva_) <a href="https://twitter.com/lmoliva_/status/296325775353864192">January 29, 2013</a></blockquote><script async="" charset="utf-8" src="//platform.twitter.com/widgets.js" type="text/javascript"></script><div id="embedded-remove"> </div>