„Þeir drápu ekki stelpurnar, þeir drápu strákana,“ segir kona sem slapp lifandi frá árásarmönnunum í Garissa-háskólanum í Kenía. 148 létu lífið í árásinni sem gerð var á meðan flestir voru í fasta svefni. Flestir þeirra sem létust voru nemendur við skólann.
Sómölsku hryðjuverkasamtökin al-Shabab bera ábyrgð á árásinni á háskólann. „Ég hafði ekki séð neinn drepinn áður. Nú hef ég séð það, og þeir drápu þá með hroðalegum hætti.“