Kostnaðarsamt að ná ferjunni upp

Nokkur hundruð foreldrar nemenda sem létu lífið í slysinu minntust …
Nokkur hundruð foreldrar nemenda sem létu lífið í slysinu minntust barna sinna um helgina. AFP

Ætlaður kostnaður við að ná ferjunni Sewol sem sökk í Suður-Kóreu í apríl í fyrra upp úr sjónum er rúmir 15 milljarðar. Ferjan er tæplega sjö tonn þúsund tonn. Rúmlega 300 manns létu lífið þegar ferjan sökk, aðallega menntaskólanemar. Í næstu viku, þann 15. apríl, verður liðið eitt ár frá slysinu.

Nokkur hundruð foreldrar nemenda sem létu lífið minntust barna sinna um helgina með göngu frá borginni Seúl að heimabæ þeirra, Ansan. Leiðin er um 35 kílómetrar.

Kafarar fundu 295 lík í ferjunni og voru aðeins níu ófundnir þegar leit var hætt í nóvember á síðasta ári. Rúmlega fimmtíu manns hafa komið fyrir dóm vegna slyssins, þar á meðal fimmtán úr áhöfn skipsins. Skipstjóri Sewol var í nóvember dæmdur í 36 ára fangelsi.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert