Höfðu hafið skoðun á öryggismálum Germanwings

Þota flugfélagsins Germanwings fer af stað frá flugvellinum í Kölen.
Þota flugfélagsins Germanwings fer af stað frá flugvellinum í Kölen. AFP

Yfirvöld innan Evrópusambandsins höfðu fyrir nokkru hafið skoðun á öryggismálum þýska flugfélagsins Germanwings í tengslum við fjölda mála sem tengdust meðal annars eftirliti með heilsu flugmanna. Sky-sjónvarpsstöðin greinir frá þessu.

Líkt og áður hefur komið fram virðist aðstoðarflugmaðurinn Andreas Lubitz ekki hafa verið heill heilsu og fundust meðal annars veikindavottorð á heimili hans sem rifin höfðu verið í sundur. Talið er að hann hafi viljað fela veikindi sín fyrir yfirmönnum sínum.

Þýskir flugmenn gangast árlega undir skoðun þar sem tekin er þvagprufa, blóðprufa og blóðsykur í sumum tilvikum mældur.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert