Le Pen hættir við

Marion Marechal-Le Pen
Marion Marechal-Le Pen AFP

Stofnandi og fyrrverandi formaður frönsku Þjóðfylkingarinnar, Front National, Jean-Marie Le Pen, hefur ákveðið að taka ekki þátt í forvali á frambjóðendum flokksins fyrir héraðskosningar síðar á árinu.

Í síðustu viku gagnrýndi dóttir hans og núverandi formaður FN, Marine Le Pen, föður sinn harðlega og sagði að hún myndi ekki styðja hann sem frambjóðanda flokksins. Yfirlýsing hennar kom í kjölfar ummæla Jean-Marie varðandi gasklefa nasista í seinni heimstyrjöldinni og varnarræðu hans fyrir Philippe Petain sem starfaði með nasistum á meðan hernámi Þjóðverja í Frakklandi stóð.

Í viðtali við Le Figaro í dag segist hann ekki ætla að bjóða sig fram þrátt fyrir að hann telji sig hæfastan til þess. Jean-Marie Le Pen er 86 ára gamall. Hann leggur til að barnabarn hans, Marion Marechal-Le Pen, 25 ára, taki við af honum en hún er rísandi stjarna innan flokksins. Hún þykir mun íhaldssamari en  móðursystir hennar, Marine Le Pen. 

„Ef hún fellst á það þá held ég að hún muni leiða lista yfir vænlega frambjóðendur. Hún er einfaldlega best, ég ætla ekki að segja á eftir mér en hún er. “

Hnútukast Le Pen heldur áfram

Jean-Marie Le Pen
Jean-Marie Le Pen AFP
Marine Le Pen
Marine Le Pen AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert