Eldflaugarskot SpaceX misheppnaðist

Frá skotinu í dag.
Frá skotinu í dag. AFP

Tilraun geimvísindafyrirtækisins SpaceX til að endurnýta eldflaug með að láta hana lenda á ný eftir geimskot misheppnaðist í kvöld. Þetta er ekki í fyrsta skiptið sem slík tilraun mistekst, en frumkvöðullinn og eigandi SpaceX, Elon Musk, sagði í tísti á Twitter að eldflaugin hefði lent á þar til gerðum lendingarpramma, en of harkalega.

Eldflaugin, sem kallast Falcon 9, á að skjóta birgðahylki út í geiminn, en eftir það á eldflaugin að svífa til jarðar og lenda á sérstökum lendingarpramma nokkur hundurð kílómetrum frá skotstað.

Lendingarprammanum er stýrt af nákvæmum GPS staðsetningartækjum og er knúinn öflugum vélum sem eiga að halda honum stöðugum. Hugmynd Musk er að með þessu móti sé hægt að hreinsa og endurvinna eldflaugahlutann og spara stórar upphæðir. Markmiðið hefur enn ekki náðst og enn virðist nokkuð í að það takist fullkomlega. Líklegt er þó að SpaceX muni halda áfram á sínu striki og þróa búnaðinn.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert