Ríki íslams hafa misst fjórðung landsvæðis

Íraskir lögreglumenn sneru aftur til borgarinnar Basra í dag en …
Íraskir lögreglumenn sneru aftur til borgarinnar Basra í dag en hún var áður á yfirráðasvæði Ríkis íslams. AFP

Hryðjuverkasamtökin Ríki íslams hafa misst meira en fjórðung af yfirráðasvæði sínu eftir að loftárásir á yfirráðasvæði samtakanna hófust í ágúst. Talsmaður varnarmálaráðuneytis Bandaríkjanna, Steve Warren, sagði frá þessu í dag. Sagði hann að þó svo að það sé of snemmt að lýsa því yfir að baráttan sé sigruð hafa loftárásir og landhernaður Íraka haft mikil áhrif og skaðað samtökin. BBC greinir frá þessu. 

Ríki íslams tók undir sig stór landsvæði í norður og vestur Írak í júní á síðasta ári. 

Forsætisráðherra Íraks og forseti Bandaríkjanna munu hittast á næstu dögum í Washington. Áður en forsætisráðherrann lagði af stað til Bandaríkjanna lagði hann áherslu á að bandalagið þyrfti að herða loftárásir sínar gegn Ríki íslams. Líklegt þykir að það verði rætt á fundi forsætisráðherrans og forsetans. 

Á blaðamannafundi í gær sagði Warren að Ríki íslams hafi misst um 25 til 30% af yfirráðasvæði sínu í Írak síðustu átta mánuðina. Samkvæmt skýrslu varnarmálaráðuneytisins jafngilda þau svæði 13,000 til 17,000 ferkílómetrum.

Á korti ráðuneytisins má sjá að hryðjuverkasamtökin hafa misst stór landsvæði síðustu mánuði. Jafnframt hefur framvarðlínu samtakanna verið ýtt aftur í ýmist vestur eða suður í kringum Irbil, Babil, Bagdad og Kirkuk. 

Að sögn Warren hafa samtökin misst yfirráð á stórum svæðum eins og við Mosul stífluna, Zummar og við Sinjar fjall.   

Hér má sjá brot úr skýrslu varnarmálaráðuneytis Bandaríkjanna. 

Fagnað var á götum úti í Basra í dag.
Fagnað var á götum úti í Basra í dag. AFP
Á þessu korti má sjá yfirráðasvæði Ríkis íslams í Sýrlandi …
Á þessu korti má sjá yfirráðasvæði Ríkis íslams í Sýrlandi og Írak. Brúnu svæðin eru yfirráðasvæði hryðjuverkasamtakanna á meðan appelsínugulu svæðin eru þau sem Ríki íslams hefur misst síðan í ágúst 2014. Pentagon
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert