Myndaði herbergi látnu nemanna

Rúmlega þrjú hundruð manns létu lífið í slysinu.
Rúmlega þrjú hundruð manns létu lífið í slysinu. AFP

Ferjuslysið í Suður-Kóreu fyrir ári kostaði rúmlega þrjú hundruð manns lífið, aðallega nemendur úr Danwon-menntaskólanum. Ljósmyndari Reuters, Kim Hong-Ji, myndaði vettvang slyssins og hélt sambandi við ættingja nokkurra nemenda sem létu lífið.

Nú hefur hann myndaði foreldra unglinganna í herbergjum þeirra. Lítið hefur verið hreyft við sumum þeirra, líkt og tíminn hafi staðið í stað.

Ljósmyndarinn segir verkefnið hafa verið krefjandi. „Ég vildi ekki særa fjölskyldurnar svo ég reyndi mitt besta til að virða tilfinningar þeirra. Sum þeirra eru enn afar sorgmædd, önnur eru enn mjög reið vegna þess sem gerðist. Þetta var ekki auðvelt.“

Hér má sjá myndirnar af svefnherbergjunum. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert