„Ég var þar“

Auschwitz-Birkenau
Auschwitz-Birkenau AFP

Í sjö ára­tugi hef­ur Osk­ar Grön­ing þurft að glíma við erfiðar minn­ing­ar en hann var fanga­vörður í út­rým­ing­ar­búðum nas­ista, Auschwitz, í seinni heimstyrj­öld­inni. Hann seg­ist aldrei hafa fundið innri frið og verið hundelt­ur af fortíðinni alla tíð.

Hann neit­ar því að bera ábyrgð á fjölda­morðum í út­rým­ing­ar­búðunum. Á þriðju­dag­inn verður dæmt í máli gegn Grön­ing, sem er 93 ára, um ábyrgð hans á morðum á 300 þúsund manns. 

Ólíkt flest­um öðrum fanga­vörðum SS þá hef­ur Grön­ing, sem var nefnd­ur „bók­ari Auschwitz“, rætt um hvað hann gerði og hvað hann sá á meðan hel­för­inni stóð. 

Húðflúrið O það eina sem minn­ir á unga mann­inn

Nú sem viðkvæmt gam­al­menni er fátt sem minn­ir á unga her­mann­inn með þunnu gler­aug­un sem sést á svart­hvít­um stríðsmynd­um fyr­ir utan húðflúr á vinstri hönd, „O“ sem er blóðflokk­ur hans. 

Grön­ing var tví­tug­ur að aldri þegar hann bauð sig fram til starfa fyr­ir Waf­fen SS enda heillaður af SS bún­ing­un­um og ákafan­um sem fylgdi stríðinu árið 1941.

Hans helsta starf í Auschwitz var að flokka pen­inga sem stolið var frá gyðing­um sem tekn­ir voru af lífi eða notaðir í þræla­haldi búðanna. Pólsk slot, grísk­ar drakk­mör, franskri frank­ar, hol­lensk gyll­ini og ít­alsk­ar lír­ur. Hann seg­ist aldrei hafa lagt hend­ur á fanga og ít­rek­ar að það leysi hann und­ir ábyrgðinni á fjölda­morðunum. Sem það gerði, allt þar til ný­verið, sam­kvæmt þýsk­um lög­um.

„Saga hans, saga Þýska­lands, er saga tæl­ing­ar og of­stæk­is, af hálfu ill­virkja og vitorðsmanna þeirra. Að lifa við sekt­ar­kennd og leit af öðrum hug­mynd­um um sekt,“ seg­ir í þýska viku­rit­inu Der Spieg­el árið 2005 eft­ir að tíma­ritið birti langt viðtal við Grön­ing.

„Þetta er saga manns sem reyn­ir að kom­ast yfir fortíð sem er svo dimm að hún get­ur aldrei horfið,“ seg­ir í Spieg­el.

Grön­ing fædd­ist árið 1921 skammt frá Bremen og fjöl­skylda hans var afar þjóðræk­in. Hann missti móður sína fjög­urra ára gam­all og ólst upp hjá föður sem var fé­lagi í hernaðar­hóp sem nefnd­ist Der Stahlhelm, eða Stál­hjálm­ur­inn. Grön­ing gekk til liðs við ungliðahreyf­ingu þar sem andúð á gyðing­um var alls ráðandi.

Þegar Spieg­el tók viðtalið missti hann sig í minn­ing­arn­ar og söng lag frá ung­dóms­ár­um sínu þar sem meðal ann­ars seg­ir í text­an­um: „Og þegar blóð gyðinga byrj­ar að leka af hníf­um okk­ar verður allt gott á nýj­an leik.“ 

Rifjaði upp morð á ungu barni

Að sögn Grön­ings þá vissu krakk­arn­ir á þess­um tíma ekki hvað text­inn þýddi sem þau voru að syngja.

Síðar rifjar Grön­ing upp það sem hann upp­lifði og sá í út­rým­ing­ar­búðunum, til að mynda þegar SS vörður drap lítið barn. „Grát­ur barns­ins fór í taug­arn­ar á hon­um,“ seg­ir Grön­ing. „Hann sló höfði barns­ins í járn­hlið pall­bíls­ins þar til barnið þagnaði.“

Hann seg­ist hafa óskað eft­ir því að vera flutt­ur í fremstu víg­línu en verið synjað. Því var hann áfram vörður í út­rým­ing­ar­búðunum þar sem sem her­menn eyddu kvöld­un­um við spila­mennsku og drykkju og gerðu stund­um að leik sín­um að skjóta ljósa­per­ur í stað þess að slökkva ljósið með hefðbundn­um hætti. Í sept­em­ber 1944 var hann send­ur til Ardenn­es að berj­ast við banda­menn.

„Ég sá allt.“

Þegar hann snéri heim aft­ur eft­ir að hafa verið stríðsfangi í Bretlandi, kvænt­ist hann og eignaðist tvo syni. Hann starfaði við launa­út­reikn­inga í gler­verk­smiðju. En fortíðin bankaði á dyr árið 1985 er fé­lagi hans í frí­merkja­safnara­klúbbi færði hon­um bók sem skrifuð var af manni sem neitaði til­vist helfar­ar­inn­ar. 

Grön­ing skilaði bók­inni með eft­ir­far­andi skila­boðum: „Ég sá allt. Gas­klef­ana, lík­brennsl­ur, val á fórn­ar­lömb­um... Ég var þar.“

Í kjöl­farið skrifaði hann end­ur­minn­ing­ar fyr­ir fjöl­skyld­una þar sem hann deildi með þeim því sem hann upp­lifði. End­ur­minn­ing­arn­ar, sem eru 87 blaðsíður að lengd, rötuðu síðan í hend­ur þýskra fjöl­miðla og í heim­ild­ar­mynd BBC árið 2003.

„Ég myndi lýsa mínu hlut­verki sem litlu tann­hjóli í gang­skipt­ingu,“ út­skýr­ir Grön­ing. „Ef þú get­ur lýst þessu sem sök þá er ég sek­ur. Laga­lega séð er ég sak­laus.“

Fyr­ir nokkr­um vik­um spurði blaðamaður Die Welt Grön­ing hvort hann myndi tjá sig við rétt­ar­höld­in. Svarið var ein­falt: „Já ef ég verð á lífi.“ 

Blaðamaður­inn varpaði þá fram ann­arri spurn­ingu: „Ein spurn­ing til viðbót­ar herra Grön­ing. Ertu sek­ur?“ „Nei,“ sagði Grön­ing, „vertu blessaður.“

In­depend­ent

BBC

Der Spieg­el á ensku

Meira á BBC

AFP
AFP
Oskar Gröning
Osk­ar Grön­ing AFP sam­sett mynd
mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert