Mannskæður jarðskjálfti í Nepal

Gríðarlegar skemmdir hafa orðið vegna skjálftans.
Gríðarlegar skemmdir hafa orðið vegna skjálftans. AFP

Óttast er að hundruð hafi látist þegar jarðskjálfti upp á 7,9 skók Nepal í morg­un. Skjálftinn olli mikl­um skemmd­um í höfuðborg­inni Kat­mandú en fjölda­mörg heim­ili og aðrar byggin­ar hafa hrunið og veg­ir hafa farið í tvennt vegna hans. Þá hafa einnig orðið miklar skemmdir í borginni Pokhara, og óttast er um mikið manntjón.

Skjálftinn var á 15 metra dýpi og átti upptök sín um 68 kílómetra austan af Pokhara. Fréttastofur segja skjálftann hafa varið í 30 sekúndur til tvær mínútur og fundist yfir landamærin til Indlands.

Skjálft­inn átti sér stað klukk­an 11:41 á staðar­tíma eða um klukk­an 6 í morg­un á ís­lensk­um tíma. Meðal bygginga sem hrundið hafa er sögufrægi Dharhara turninn, en fjöldi líka hafa fundist við rústir hans.

Yfirvöld í Nepal segja að minnsta kosti 114 hafa látist, en óttast sé um að tala látinna fari hækkandi. „Við höfum fengið fregnir af því að 71 hafi látist í Katmandú,“ sagði Laxmi Prasad Dhakal, talsmaður innanríkisráðuneytisins í samtali við AFP fréttastofuna. Þá hafi verið tilkynnt um 43 látna í Bhaktapur héraðinu.

Snjóflóð áttu sér stað í kjöl­farið við Ev­erest fjall. Fátt er um frétt­ir af svæðinu en fjall­göngumaður­inn Daniel Maz­ur hef­ur meðal ann­ars sagt að grunn­búðirn­ar séu mikið skemmd­ar og að þeir sem séu í fyrstu búðunum sitji þar fast­ir.

Tveir Íslend­ing­ar, Vil­borg Arna Giss­ur­ar­dótt­ir og Ingólf­ur Ragn­ar Ax­els­son eru við Ev­erest fjall sem stend­ur. Vin­ir Vil­borg­ar hafa staðfest á Face­book að þau séu bæði óhult eins og stend­ur í fyrstu búðum fjalls­ins og að þeim verði bjargað á næstu dög­um.

Uppfært 10:55:

Tala látinna er nú komin yfir 400, en samkvæmt nýjustu upplýsingum frá innanríkisráðuneyti landsins eru að minnsta kosti 449 látnir. Óttast er þó að tala látinna muni hækka enn frekar.

Uppfært 11:33:

Tala látinna hækkar stöðugt, en samkvæmt nýjustu upplýsingum eru að minnsta kosti 618 látnir. Ljóst er að skjálftinn var gríðarlega mannskæður, en hann er sá öflugasti sem hefur riðið yfir Nepal í 80 ár.

Frétt mbl.is: Vilborg og Ingólfur óhult

Darahara turninn er meðal bygginga sem hrundu í jarðskjálftanum.
Darahara turninn er meðal bygginga sem hrundu í jarðskjálftanum. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert