Líkkisturnar komnar í fangelsið

Indónesísk yfirvöld eru að ljúka undirbúningi fyrir aftökur átta útlendinga en þeir verða leiddir fyrir aftökusveit innan tíðar. Á sama tíma og fjölskyldur þeirra bíða á milli vonar og ótta við fangelsið eru sjúkrabifreiðar að koma þangað með líkkistur þeirra. Allir þeir sem taka á af lífi gerðust brotlegir við fíkniefnalöggjöf Indónesíu sem þykir ein sú harðasta í heimi.

Ættingjar Ástralana Myuran Sukumaran og Andrew Chan, sem stýrðu starfsemi Bali Nine fíkniefnasmyglhringsins, eru í Nusakambangan fangelsinu þar sem þeir bíða aftökunnar. Biðja ættingjar þeirra um að þeim verði sýnd miskunn og að sögn fréttamanns AFP brotnaði systir Sukumarans saman í fangelsinu í morgun enda ekkert sem bendir til annars en að þeir verði teknir af lífi í fyrramálið.

Chan og Sukumaran eru meðal níu fanga, átta útlendinga og eins Indónesa, sem á að taka af lífi í vikunni.

Fjölskyldur þeirra hafa verið beðnar um að kveðja þá í síðasta skiptið í dag og þykir það merki um að aftökurnar fari fram snemma í fyrramálið.

Ástralskir fjölmiðlar hafa birt myndir af krossum sem settir verða á líkkistur þeirra og á þeim sést dagsetningin 29.04.2015.

Fréttamaður AFP sem er staddur í  Nusakambangan öryggisfangelsinu, segir að sjúkrabifreiðar sem tómar líkkistur hafi verið að koma inn í fangelsið.

Fangarnir, sem hafa verið í einangrun síðan um helgina, eru meðal annars frá Frakklandi, Filippseyjum, Nígeríu, Gana og Brasilíu.

AFP
AFP
Fjölskylda Mary Jane Veloso kvaddi hana í dag.
Fjölskylda Mary Jane Veloso kvaddi hana í dag. AFP
Helen Chan móðir Andrew Chan en hann verður væntanlega tekinn …
Helen Chan móðir Andrew Chan en hann verður væntanlega tekinn af lífi í fyrramálið. AFP
Krossar á líkkistur þeirra Andrew Chan, Myuran Sukumaran og Okwudili …
Krossar á líkkistur þeirra Andrew Chan, Myuran Sukumaran og Okwudili Oyatanze AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert