Braut gegn stúlkunum inni og úti

Jimmy Savile.
Jimmy Savile.

Fjölmiðlamaðurinn Jimmy Savile misnotaði á áttunda áratugnum 22 nemendur skóla fyrir stúlkur sem áttu í erfiðleikum. Þetta kemur fram í lögregluskýrslu. Skólinn heitir Duncroft og er í Surrey. Savile lést árið 2011. Hann var þekktur útvarps- og sjónvarpsmaður.

Lögreglan í Surrey segir brot Savile margvísleg og fjölmörg. Hann hafi framið í það minnsta 46 brot, m.a. nauðgað og misnotað stúlkurnar. Hann hafði ótakmarkaðan aðgang að börnunum og var ekki undir eftirliti í skólanum.

Ofbelisbrotin framdi Savile víða um skólabygginguna, m.a. í eldhúsinu, á skrifstofu skólastjórans og í svefnherbergi á hjúkrunargangi skólans. Þá braut hann gegn stúlkunum í bíl sínum á skólalóðinni.

Brotin áttu sér stað á árunum 1974-1979. Að minnsta kosti í tvígang fékk Savile að eyða nótt í skólanum.

Saksóknari bresku krúnunnar sagði í desember að enginn fyrrverandi starfsmaður þeirra stofnana sem Savile stundaði hrottaleg brot sín á yrði sóttur til saka en umfangsmikil rannsókn á brotum hans hefur staðið yfir í nokkru ár. 

Í frétt Sky-fréttastofunnar kemur fram að árið 2007, á meðan Savile var enn á lífi, hafi lögreglunni í Surrey borist ábendingar um ofbeldisbrot hans. Tvær ábendinganna snéru að Duncroft-skólanum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka