Skammaði soninn fyrir ólæti

Móðirin skammar strákinn sinn.
Móðirin skammar strákinn sinn. Skjáskot af Sky

Móðir í Baltimore var ekki á því að leyfa syni sínum að taka þátt í óeirðunum í Baltimore í Bandaríkjunum. Á myndbandi sést þegar hún skammar drenginn og segja honum að fara heim.

Myndbandið hefur m.a. verið birt á vef Sky-fréttastofunnar og eru viðbrögðin á Facebook-síðu Sky mörg í þá veru að drengurinn sé heppinn að eiga móður sem þessa.

„Svona á að gera þetta!“ skrifar einn og fær yfir 3.000 læk fyrir. 

„Ég skil hana vel, hann hefði getað verið skotinn fyrir að gera eitthvað heimskulegt og hann er heppinn að eiga svona mömmu,“ skrifar annar.

Öðrum finnst móðirin taka of harkalega á syninum.

Óeirðirnar héldu áfram í nótt þrátt fyrir útgöngubann. 200 hafa verið handteknir vegna þátttöku sinnar í mótmælunum. Óeirðarseggirnir rændu verslanir, kveiktu í byggingum og bílum og hentu steinum að lögreglunni.

Mótmælin hófust, í fyrstu friðsamlega, eftir jarðarför Freddie Gray. Hann lést í haldi lögreglunnar. Gray var svartur.

<iframe allowfullscreen="" frameborder="0" height="315" src="https://www.youtube.com/embed/aVSqVaMfQek" width="560"></iframe><div id="embedded-remove"> </div>
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert