Frönsk yfirvöld hafa ákært átta manns fyrir aðild þeirra að smygli á hrossakjöti sem var ekki hæft til manneldis. Ekki liggur fyrir hvort að mál þeirra tengist hrossakjötshneykslinu sem skók Evrópu árið 2013. Þá var fjöldi unninna kjötvara fjarlægður úr hillum verslana eftir að hrossakjöt fannst í þeim.
Tilkynnt var um helgina að 26 manns hefðu verið handteknir í sjö Evrópulöndum sem taldir eru viðriðnir smygl á hrossakjöti. Heimildir AFP-fréttastofunnar herma að átta þeirra sem voru handteknir í Frakklandi hafi nú verið ákærðir fyrir fjárdrátt, meiriháttar fjársvik og önnur brot í Marseille.
Hrossin sem var slátrað var voru meðal annars notuð í veðhlaupum sem þýðir að mögulegt er að sýklalyfjum og öðrum lyfjum gæti hafa verið sprautað í þau. Þeim var slátrað í sláturhúsum í suðurhluta Frakklands, að því er talið er.
Fyrri frétt mbl.is: Upprættu umfangsmikið smygl á hrossakjöti