„Gefið ykkur fram

Franskir hermenn að störfum fyrir Sameinuðu þjóðirnar - myndin er …
Franskir hermenn að störfum fyrir Sameinuðu þjóðirnar - myndin er úr safni og er frá Líbanon ekki Mið-Afríkulýðveldinu. AFP

Varn­ar­málaráðherra Frakk­lands hvet­ur her­menn sem gerðust sek­ir um að hafa beitt börn kyn­ferðis­legu of­beldi í Mið-Afr­íku­lýðveld­inu til að gefa sig fram.

„Gefið ykk­ur fram,“ seg­ir Jean-Yves Le Dri­an, varn­ar­málaráðherra Frakk­lands í viðtali við viku­ritið JDD í gær. Hann seg­ist hafa fyllst viðbjóði og liðið sem svik­ara þegar hann fékk í gögn í hend­ur sem sýna að fransk­ir her­menn sem störfuðu við friðargæslu í Mið-Afr­íku­lýðveld­inu hafi beitt hungruð börn kyn­ferðis­legu of­beldi gegn mat. 

Frétt­ir bár­ust af gögn­un­um í síðustu viku en þeim var lekið af sænsk­um starfs­manni Sam­einuðu þjóðanna en þeim hafði verið haldið leynd­um af hálfu SÞ.

„Þegar fransk­ur hermaður er í sendi­för þá er hann Frakk­land,“ seg­ir Le Dri­an í viðtal­inu. „Ef ein­hver þeirra hef­ur gert þetta þá verður sá hinn sami að gefa sig strax fram.“

Of­beldið átti sér stað í miðstöð fyr­ir fólk sem hafði þurft að flýja heim­ili sín vegna átaka í land­inu. Sam­kvæmt skýrslu SÞ átti það sér stað á tíma­bil­inu des­em­ber 2013 til júlí 2014 á flug­vell­in­um í höfuðborg lands­ins, Bangui.

Rann­sókn­in var unn­in í fyrra­vor og lauk síðasta sum­ar en var lekið til franskra yf­ir­valda vegna aðgerðarleys­is SÞ.

Le Dri­an seg­ir að hann hafi strax af­hent dóm­stól­um skýrsl­una og að rann­sókn inn­an hers­ins á ásök­un­um hafi verið lokið í ág­úst. Spurður að því hvers vegna sak­sókn­ar­ar væru ekki byrjaðir að rann­saka málið níu mánuðum síðar sagði Le Dri­an að rann­sókn­in væri flók­in. Flest­ir her­mann­anna séu ekki leng­ur að störf­um í Mið-Afr­íku­lýðveld­inu.

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert