Játar ekki á sig morðin

Rurik Jutting er ákærður fyrir tvö morð í Hong Kong
Rurik Jutting er ákærður fyrir tvö morð í Hong Kong AFP

Breskur bankastarfsmaður í Hong Kong mun væntanlega ekki lýsa sig sekan um að hafa myrt tvær indónesískar konur sem fundust látnar á heimili hans. Réttarhald er að hefjast í málinu.

Rurik Jutting, þrítugur fyrrverandi starfsmaður Merrill Lynch, gaf óljós svör við dómarann í morgun og þegar dómarinn, Jason Wan, spurði Jutting hvort hann ætti að skilja það sem svo að hann væri ekki sekur, svaraði Jutting: „rétt.“

Það þýðir að réttarhald hefst í málinu fljótlega en Wan gaf ekki upp tímasetningu á því. Ef Jutting hefði játað sig sekan um morð þá hefði hann verið dæmdur í lífstíðarfangelsi. En með því að játa ekki sök þá getur réttarhaldið tekið mánuði og lífstíðardómur verði hann fundinn sekur.

Seneng Mujiasih og Sumarti Ningsih, báðar um tvítugt, fundust látnar í lúxusíbúð Juttings snemma morguns þann 1. nóvember en það var hann sem hringdi í lögreglu og óskaði eftir aðstoð.

Mujiasih fannst látin í stofu íbúðarinnar nakin og með stungusár á fótleggjum og rassinum á meðan lík Ningsih fannst í ferðatösku á svölum íbúðarinnar.

Morðin vöktu mikla athygli í Hong Kong enda morð fátíð í þessari sjö milljóna borg sem þykir mjög örugg. Í kjölfarið fór af stað umræða um það sem ætti sér stað neðanjarðar í fjármálahverfi borgarinnar en bæði kókaín og kynlífsleikföng fundust í íbúð Juttings, sem er staðsett skammt frá rauða hverfinu þar sem hann var reglulegur gestur. Ungu konurnar störfuðu báðar þar.

Myrti tvær og talinn sakhæfur

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert