Nicola Sturgeon, leiðtogi Skoska þjóðarflokksins, sagði í dag að hún væri að „springa úr stolti“ þegar hún hitti nýkjörna þingmenn flokksins í dag til að fagna frábærum árangri þeirra í bresku þingkosningunum.
Skoski þjóðarflokkurinn hlaut 56 þingmenn kjörna í þingkosningunum á fimmtudag, en barist var um 59 sæti í Skotlandi. Árangur Skoska þjóðarflokksins er án fordæma. Verkamannaflokkurin, Íhaldsflokkurinn og Frjáslyndir demókratar skipta með sér þremur sætum í Skotlandi.
Sturgeon segir að það verði forgangsverkefni flokksins að binda enda á aðhaldsaðgerðir stjórnvalda, að því er segir á vef breska ríkisútvarpsins.
„Íbúar Skotlands hafa talað. Þeir hafa lagt sitt traust á Skoska þjóðarflokkinn til að vera fulltrúi þeirra í Westminster og í Holyrood,“ sagði hún ennfremur.
„Þessir 56 þingmenn flokksins muni vinna í þágu alls Skotlands.“
Alex Salmond, fyrrverandi leiðtogi flokksins, segir að Skotland sé nú skrefi nær sjálfstæði í kjölfar sigurs flokksins.