Farage dregur afsögn sína tilbaka

Nigel Farage, leiðtogi Ukip.
Nigel Farage, leiðtogi Ukip. AFP

Nigel Farage verður áfram leiðtogi Ukip og hefur dregið afsögn sína tilbaka, eftir að flokksmenn höfnuðu henni „samhljóða“. Flokkurinn hlaut 13% atkvæða í nýafstöðnum þingkosningum og er þriðji stærsti flokkur Bretlands ef horft er til atkvæðafjölda.

Steve Crowther, formaður framkvæmdastjórnar flokksins, sagði að það væri mat stjórnarinnar að kosningaherferð flokksins hefði heppnast afar vel og að meðlimir hefðu hafnað afsögn leiðtoga síns samhljóða.

Farage sagði ítrekað í aðdrganda kosninganna að hann hygðist ekki sitja áfram í leiðtogasætinu, en í sjálfsævisögu sinni, The Purple Revolution, sagði hann að það væri einfaldlega ekki trúverðugt að hann færi fyrir flokknum ef hann vermdi ekki þingsæti.

Farage laut í lægra haldi fyrir einum mótframbjóðenda sinna í South Thanet.

BBC sagði frá.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert