David Cameron, forsætisráðherra Bretlands, sagði að ekki kæmi til greina að Skotland fengi fullt sjálfræði í fjármálum eftir viðræður við embættismenn skosku heimastjórnarinnar í Edinborg í gær.
Cameron átti fund með Nicolu Sturgeon, forsætisráðherra skosku heimastjórnarinnar og leiðtoga Skoska þjóðarflokksins.
Cameron samþykkti að koma í framkvæmd öllum tillögum nefndar sem skipuð var til að leggja drög að auknum völdum skoska þingsins eftir þjóðaratkvæða í september, þegar sjálfstæði Skotlands frá Bretlnadi var hafnað með 55% atkvæða.
Breski forsætisráðherrann léði einnig máls á því að samþykka tillögur Sturgeon um skatta á fyrirtæki, breytingar á velferðarkerfinu og lágmarkslaun.
Cameron kvaðst hins vegar ekki vera hlynntur því að Skotland fengi fullt sjálfræði í fjármálum. Hann sagði að það væri ekki gott fyrir Skotland ef skattar yrðu hækkaðir þar.