Morsi dæmdur til dauða

Dómstóll í Egyptalandi hefur dæmt Mohamed Morsi, fyrrverandi forseta landsins, til dauða.

Hann var fundinn sekur um að frelsað fanga úr fangelsum á meðan uppreisninni gegn Hosni Mubarak, þáverandi forseta Egyptalands, stóð árið 2011.

Yfir hundrað aðrir sakborningar, sem tóku þátt í aðgerðunum með Morsi, voru einnig dæmdir til dauða í morgun.

Í aprílmánuði var Morsi jafnframt dæmdur í tuttugu ára fangelsi vegna morða á mótmælendum í forsetatíð hans.

Morsi var hrak­inn frá völd­um af hern­um í júlí árið 2013 í kjöl­far fjöl­menntra og tíðra mót­mæla á göt­um úti. Stjórn­völd bönnuðu einnig stjórn­mála­flokk hans, Íslamska bræðralagið og handtóku þúsund­ir stuðnings­manna hans.

Mohamed Morsi.
Mohamed Morsi. AFP
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert