Nigella greinir frá stigum Bretlands

Nigella Lawson mun kynna stig Bretlands í ár.
Nigella Lawson mun kynna stig Bretlands í ár. AFP

Sjónvarpskokkurinn Nigella Lawson mun greina frá stigagjöf Breta í Eurovision í ár. Landið fer að venju beint í aðalkeppnina en Bretar hafa 57 sinnum tekið þátt í keppninni. Fimm sinnum hefur landið hafnað í fyrsta sæti, síðast árið 1997.

Framlag Bretlands í ár er Still in Love with You  og er það flutt af dúettinum Electro Velvet.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert