Kynferðislegt ofbeldi meðal vopna

Mohamed Morsi
Mohamed Morsi AFP

Sérsveitir egypska hersins beita ítrekað kynferðislegu ofbeldi sem vopni gegn föngum að því er segir í nýrri skýrslu mannréttindasamtaka.

Samkvæmt skýrslu International Federation for Human Rights þá verða bæði karlar og konur sem og börn fyrir slíku ofbeldi af hálfu sérsveitarmanna og er það gert til þess að koma í veg fyrir mótmæli almennings.

Margir eru fórnarlömb nauðgana og hópnauðgana eftir handtöku og eins er svokölluðum skírlífsprófum beitt.

Innanríkisráðuneyti Egyptalands ætlar ekki að tjá sig um skýrsluna fyrr en hún hafi verið rannsökuð betur, að því er segir í frétt BBC.

Samkvæmt skýrslu mannréttindasamtakanna hefur slíkt kynferðisofbeldi eftir að egypski herinn náði völdum í landinu í júlí 2013. Með því er vonast til þess að hægt verði að þagga niður í mótmælendum í landinu en afar róstusamt er í Egyptalandi.

Segir í skýrslunni að lögregla, leyniþjónusta og hermenn taki þátt í ofbeldinu sem einkum beinist að námsmönnum úr hópi mótmælenda, fólki sem berst fyrir mannréttinum, samkynhneigðum og börnum. 

AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka