Westgate verður opnuð á ný

Reykur rís upp úr Westgate-verslunarmiðstöðinni.
Reykur rís upp úr Westgate-verslunarmiðstöðinni. AFP

Westgate-verslunarmiðstöðin í Naíróbí í Kenía verður opnuð á ný í júlí. Ráðist var á verslunarmiðstöðina í september árið 2013 og féllu að minnsta kosti 67 manns í árásinni. Húsnæðið skemmdist verulega í árásinni og hefur það staðið tómt síðan.

Margir þeirra sem voru myrtir í árásinni féllu í matvöruverslun í verslunarmiðstöðinni. Framkvæmdastjóri verslunarinnar segir að starfsfólkið sé að undirbúa opnunina í júlí.

Umsátursástand ríkti við verslunarmiðstöðina í fjóra daga og tókst hernum smá saman að bjarga fólki úr húsnæðinu. Árásarmennirnir gengu um verslunarmiðstöðina og skutu hiklaust á fólk sem varð á vegi þeirra.

Sómalíski hryðjuverkahópurinn Shebab lýsti yfir ábyrgð á árásinni en hann sagði árásina hafa verið gerða vegna afskipta keníska hersins í Sómalíu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert