Segist bera hluta af ábyrgðinni

Ed Balls, fyrrum þingmaður og skuggaráðherra fjármála fyrir Verkamannaflokkinn.
Ed Balls, fyrrum þingmaður og skuggaráðherra fjármála fyrir Verkamannaflokkinn.

Ed Balls, fyrr­um skuggaráðherra fjár­mála og þingmaður breska Verka­manna­flokks­ins, viður­kenn­ir í sam­tali við BBC að hann sjálf­ur sé ein af ástæðunum fyr­ir hina slæmu út­reið sem flokk­ur­inn fékk í ný­af­stöðnum þing­kosn­ing­um. 

Hann tapaði sjálf­ur sínu þing­sæti í kosn­ing­un­um sem enduðu með því að Íhalds­flokk­ur­inn hlaut hrein­an meiri­hluta á þingi og Verka­manna­flokk­ur­inn þurrkaðist nán­ast út í Skotlandi.

Í viðtal­inu við BBC fer hann yfir þau 20 ár sem hann sat á þingi. „Við gerðum ekki allt rétt. Við gerðum samt marga góða hluti og ég er stolt­ur af þeim ákvörðunum sem ég hef tekið.“

Balls seg­ir að ein ástæða fyr­ir ósigr­in­um sé að flokk­ur­inn hafi ekki heillað stór fyr­ir­tæki nægi­lega vel, og var það á ábyrgð Ed Mili­bands, fyrr­um leiðtoga flokks­ins sem sagði af sér í kjöl­far kosn­ing­anna. „Ég var í raun meiri talsmaður viðskipta­lífs­ins en á sama tíma treysti ég Ed Mili­band 100 pró­sent. Hann var leiðtog­inn, ég var skuggaráðherra. Við unn­um báðir hörðum hönd­um í kosn­inga­bar­átt­unni og þegar öllu er á botn­inn hvolft tókst okk­ur hvor­ug­um að sann­færa kjós­end­ur.“

Í for­sæt­is­ráðherratíð Gor­dons Browns fyr­ir hrun var Ed Balls einn af aðalráðgjöf­um Browns í efna­hags­mál­um. Marg­ir settu því spurn­inga­merki við hæfni hans til að gegna lyk­il­hlut­verki í efna­hags­mál­um fyr­ir Verka­manna­flokk­inn. Sér­stak­lega var þeirri staðreynd velt upp í kosn­ing­un­um nú, hvers vegna rík­is­sjóður var rek­inn með halla á ár­un­um fyr­ir hrunið. 

„Fyr­ir árið 2007 var Bretlandi lítið skuld­sett ríki en þá vor­um við líka með smá­vægi­leg­an halla á fjár­lög­un­um. Fólk seg­ir núna að við hefðum átt að vera með af­gang af fjár­lög­un­um á þess­um tíma en að mínu mati hefði það ekki skipt miklu máli í þeirri stóru kreppu sem dundi á okk­ur þar sem okk­ur hafði ekki tek­ist að koma bönd­um á ört vax­andi banka­kerfi, og ég hef í tíu ár þurft að bera þann kross,“ seg­ir Balls.

Hann úti­lok­ar ekki end­ur­komu í stjórn­mál en seg­ist á sama tíma ekki ætla að flýta sér aft­ur í fremstu röð stjórn­mál­anna. Eig­in­kona Balls er Yvette Cooper, þingmaður Verka­manna­flokks­ins og hef­ur hún gefið kost á sér sem formann flokks­ins. Er hún þar í harðri sam­keppni við meðal ann­ars Andy Burn­ham, Mary Creagh og Tristram Hunt. Balls seg­ist ætla að nýta tím­ann vel til þess að styðja við eig­in­konu sína í bar­átt­unni um for­manns­sætið. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert