Segist bera ábyrgð á lekanum

Nicola Sturgeon, leiðtogi Skoska þjóðarflokksins var í minnisblaðinu sögð frekar …
Nicola Sturgeon, leiðtogi Skoska þjóðarflokksins var í minnisblaðinu sögð frekar vilja sjá David Cameron sem forsætisráðherra heldur en Ed Miliband. AFP

Það vakti mikla at­hygli í miðri kosn­inga­bar­áttu fyr­ir þing­kosn­ing­arn­ar í Bretlandi þegar minn­is­blað lak í fjöl­miðla þar sem Nicola Stur­geon, leiðtogi Skoska þjóðern­is­flokks­ins, var sögð frek­ar vilja sjá Dav­id Ca­meron sem for­sæt­is­ráðherra held­ur en Ed Mili­band.

Á Stur­geon að hafa látið um­mæl­in falla í sam­tali við sendi­herra Frakk­lands í Skotlandi. Var hún sögð hafa talið Mili­band ekki vera for­sæt­is­ráðherra­efni. 

Nú hef­ur op­in­ber rann­sókn leitt í ljós að Al­ista­ir Carmichael, fyrr­ver­andi Skot­lands­ráðherra, er sá sem ber ábyrgð á lek­an­um og hef­ur hann nú geng­ist við því í sam­tali við The Tel­egraph. Seg­ist hann ekki per­sónu­lega hafa lekið minn­is­blaðinu en að hann hafi vitað af því, og ekki gert neitt í því. Stur­geon hef­ur nú kraf­ist þess að Carmichael segi af sér sem þingmaður en hann var kjör­inn á þing í kosn­ing­un­um, sem eini full­trúi Frjáls­lyndra demó­krata í Skotlandi eft­ir að flokk­ur­inn missti 10 af 11 þing­sæt­um til Skoska þjóðern­is­flokks­ins.

„Ég ber fulla ábyrgð á lek­an­um og hef beðið bæði Stur­geon og franska sendi­herr­an af­sök­un­ar,“ seg­ir Carmichael. Hann neit­ar fyr­ir að lek­inn hafi verið af póli­tísk­um ástæðum. „Ef ég væri enn ráðherra þá myndi ég íhuga al­var­lega að segja af mér,“ seg­ir Carmichael.

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert