Gráum hárum fjölgar hjá Cameron

00:00
00:00

End­ur­bæt­ur hafa verið gerðar á vaxstyttu Madame Tussauds-safns­ins í Lund­ún­um af for­sæt­is­ráðherra Bret­lands, Dav­id Ca­meron. Gráu hár­un­um hef­ur fjölgað og hrukk­urn­ar hafa dýpkað.

Nicole Fenner, sem fer með al­manna­tengsl hjá Madame Tussauds-safn­inu í Lund­ún­um, seg­ir að þegar Ca­meron varð for­sæt­is­ráðherra árið 2010 hafi verið gerð vaxstytta af hon­um og sett upp í safn­inu. Nú fimm árum síðar var ákveðið að lokn­um kosn­ing­um að laga stytt­una aðeins til svo stytt­an sé lík­ari út­liti Ca­merons í dag. Hún seg­ir eðli­legt að grá­um hár­um hafi fjölgað og hrukk­urn­ar dýpkað hjá manni sem hef­ur gegnt starfi for­sæt­is­ráðherra í fimm ár.

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert