Styður nú þjóðaratkvæði um ESB

Harriet Harman, starfandi leiðtogi breska Verkamannaflokksins.
Harriet Harman, starfandi leiðtogi breska Verkamannaflokksins. AFP

Breski Verkamannaflokkurinn hyggst styðja áform ríkisstjórnar Bretlands um að halda þjóðaratkvæði um áframhaldandi veru landsins í Evrópusambandinu. Þetta hefur breska dagblaðið Sunday Times eftir starfandi leiðtoga flokksins, Harriet Harman.

David Cameron, forsætisráðherra Bretlands, hét því á síðasta kjörtímabili að fram færi þjóðaratkvæðagreiðsla fyrir lok ársins 2017 um veruna í ESB. Íhaldsflokkur hans lagði áherslu á málið fyrir þingkosningarnar í maí þar sem flokkurinn hafði sigur og náði hreinum meirihluta á breska þinginu. Búist er við að Cameron tilkynni bráðlega hvenær nákvæmlega þjóðaratkvæðagreiðslan fari fram. Fyrir þann tíma hyggst hann reyna að semja við ESB um breytt tengsl Bretlands við sambandið í von um að Bretar kjósi að vera áfram innan þess.

Verkamannaflokkurinn hafnaði því hins vegar fyrir kosningarnar að slíkt þjóðaratkvæði væri fram en eftir ósigurinn í kosningunum hefur flokkurinn snúið við blaðinu varðandi málið.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert