Kosið verður 18. júní

Helle Thorning-Schmidt forsætisráðherra
Helle Thorning-Schmidt forsætisráðherra AFP

For­sæt­is­ráðherra Dan­merk­ur, Helle Thorn­ing-Schmidt, var að tilkynna á blaðamannafundi sem stendur yfir í Kaupmannahöfn að þing­kosn­ing­ar fari fram í land­inu þann 18. júní.

Samkvæmt Berlingske er þetta í fyrsta skipti síðan árið 1903 sem Danir kjósa sér nýtt þing í júní en kjörtímabilinu lýkur ekki fyrr en um miðjan september.

Vinstri­flokk­arn­ir, Rauða blokk­in svo­nefnda, hafa í síðustu könn­un­um um 47% stuðning, Bláa blokk­in, hægri­flokk­arn­ir, 53% þannig að ekki er ólík­legt að formaður Ven­stre,  Lars Løkke Rasmus­sen, nái að end­ur­heimta for­sæt­is­ráðherra­stól­inn úr hendi Thorn­ing-Schmidt, for­manns jafnaðarmanna

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka