Forsætisráðherra Danmerkur, Helle Thorning-Schmidt, var að tilkynna á blaðamannafundi sem stendur yfir í Kaupmannahöfn að þingkosningar fari fram í landinu þann 18. júní.
Samkvæmt Berlingske er þetta í fyrsta skipti síðan árið 1903 sem Danir kjósa sér nýtt þing í júní en kjörtímabilinu lýkur ekki fyrr en um miðjan september.
Vinstriflokkarnir, Rauða blokkin svonefnda, hafa í síðustu könnunum um 47% stuðning, Bláa blokkin, hægriflokkarnir, 53% þannig að ekki er ólíklegt að formaður Venstre, Lars Løkke Rasmussen, nái að endurheimta forsætisráðherrastólinn úr hendi Thorning-Schmidt, formanns jafnaðarmanna