Þjóðaratkvæði um ESB fyrir árslok 2017

Elísabet Bretlandsdrottning flutti stefnuræðu nýrrar ríkisstjórnar í Bretlandi í morgun.
Elísabet Bretlandsdrottning flutti stefnuræðu nýrrar ríkisstjórnar í Bretlandi í morgun. AFP

David Cameron forsætisráðherra hyggst efna til þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild Bretlands að Evrópusambandinu fyrir lok ársins 2017. Þetta kom fram í máli Elísabetar Bretlandsdrottningar þegar hún kynnti stefnuskrá nýrrar ríkisstjórnar Íhaldsflokksins við setningu breska þingsins í morgun.

Hún sagði jafnframt að tekjuskattar og virðisaukaskattar yrðu ekki hækkaðir á kjörtímabilinu, þ.e. á næstu fimm árum. Það var eitt af kosningaloforðum Íhaldsflokksins fyrir þingkosningarnar í maí.

Þá kom fram í máli hennar að heimastjórnir í Skotlandi og Wales myndu fá aukin völd á kjörtímabilinu, þá sérstaklega á sviði skattamála. 

Að auki hyggst breska ríkisstjórnin leggja fram frumvarp á þinginu til að banna starfsemi öfgasamtaka í landinu og draga úr straumi flóttamanna til landsins.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka