Neverland komið á sölu

Neverland-búgarður Michaels Jacksons
Neverland-búgarður Michaels Jacksons Mynd/Wikipedia

Neverland, heim­ili poppkóngs­ins heitna Michaels Jackson, er komið á sölu og er það falt fyr­ir 100 millj­ón­ir banda­ríkja­doll­ara, eða rúm­lega 13 millj­arða ís­lenskra króna.

Ekki er um mjög hefðbundið heim­ili að ræða en þar má meðal ann­ars finna lest­ar­stöð, 50 sæta kvik­mynda­hús og hús með sex svefn­her­bergj­um.

Á lóðinni er einnig að finna skemmtig­arð og dýrag­arð en fíl­arn­ir og ap­arn­ir eru löngu farn­ir. Áhuga­sam­ir kaup­end­ur verða að sýna fram á að þeir vilji í raun kaupa eign­ina áður en þeir fá að skoða sig um. Ekki verður því boðið upp á opið hús fyr­ir hvern sem er.

Jackson greiddi 19 og hálfa millj­ón banda­ríkja­doll­ara fyr­ir eign­ina árið 1988. Hér má lesa nán­ar um eign­ina. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert