Stúlkurnar þrjár nú aðskildar

Stúlkurnar þrjár með farangur sinn á Gatwick flugvelli.
Stúlkurnar þrjár með farangur sinn á Gatwick flugvelli. AFP

Bresku skólastúlkurnar þrjár, Shamima Begum, Amira Abase og Kadiza Sultana, eru ekki lengur þrjár saman heldur aðskildar. Þetta segir talsmaður fjölskyldna þeirra. Stúlkunar eru talar vera í Raqqa í Sýrlandi þar sem þær gangast undir þjálfun fyrir „sérstakt verkefni.“

Stúlkurnar hafa haft samband við fjölskyldur sínar, ýmist í gegnum síma eða internetið og segjast þær vera öruggar og hraustar. Þá hafa þær einnig sagt að ólíklegt sé að þær muni snúa aftur til Bretlands á næstunni.

Sky-sjónvarpsstöðin ræddi nýlega við 22 ára konu sem tilheyrði Ríki íslam þar til nýlega. Hlutverk konunnar var meðal annars að taka á móti stúlkum frá öðrum löndu sem koma yfir landamærin til Sýrlands.

Átti hún að kynna stúlkurnar fyrir lífinu innan samtakanna. Fór hún með stúlkurnar þrjár til Raqqa þar sem þær gangast undir þjálfun.

Frétt mbl.is: Stúlkurnar þrjár í þjálfun í Raqqa

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert