Fjórir slösuðust alvarlega er vagnar í rússíbana lentu í árekstri í skemmtigarðinum Alton Towers í Staffordsskíri á Bretlandseyjum.
Í frétt Sky-sjónvarpsstöðvarinnar um málið segir að sextán manns hafi verið í rússíbananum er áreksturinn varð kl. 14 í dag að staðartíma. Talið er að vagnar sem fólkið sat í hafi lent í árekstri við kyrrstæðan vagn á braut rússíbanans.
Rússíbaninn heitir Smiler og var opnaður fyrir tveimur árum. Hann er fyrsti rússíbani heims sem fer í fjórtán hringi í braut sinni.