Einn missti fót í rússíbanaslysinu

Rússíbaninn The Smiler.
Rússíbaninn The Smiler. Af Wikipedia

Heilbrigðisyfirvöld hafa nú hafið rannsókn á rússíbanaslysi sem varð í Alton Towers-skemmtigarðinum í Staffordsskíri á Bretlandseyjum í gær. Rákust tveir vagnar saman með þeim afleiðingum að fjórir slösuðust alvarlega og þar af missti einn fót. Voru þeir fluttir með þyrlu á spítala. 

12 manns festust við áreksturinn, auk hinna fjögurra sem slösuðust, í átta metra hæð og voru þar fastir í meira en fjórar klukkustundir. Rússíbaninn kostaði 18 milljónir punda og er sá fyrsti í heiminum sem inniheldur 14 lykkjur og nær hann að hámarki 85 kílómetra hraða. Búið er að loka skemmtigarðinum á meðan starfsmenn heilbrigðiseftirlitsins í Bretlandi er að rannsaka málið. Ekki er vitað hversu lengi garðurinn verður lokaður. 

Sjá frétt The Telegraph

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert