Réttað yfir Mubarak að nýju

Hosni Mubarak við réttarhöldin fyrr á árinu.
Hosni Mubarak við réttarhöldin fyrr á árinu. AFP

Áfrýjunardómstóll í Egyptalandi hefur dæmt fyrrverandi forseta landsins, Hosni Mubarak, að koma aftur fyrir dóm vegna dauða mótmælenda í landinu árið 2011.

 Mubarak, sem sakaður var um að hafa hvatt til drápa á 800 mótmælendum, var sýknaður í málinu í nóvember í fyrra. Hann hafði áður hlotið lífstíðardóm fyrir brotin. 

Hann hefur einnig hlotið þriggja ára fangelsisdóm fyrir spillingu fyrr á þessu ári. 

Mubarak er 87 ára. Hann er sem stendur á sjúkrahúsi í Kaíró, höfuðborg Egyptalands. Dómari áfrýjunardómstólsins ákvað í dag að réttarhöld yfir honum vegna dauða mótmælendanna, myndu hefjast 5. nóvember. Það verður í þriðja sinn sem málið fer fyrir dómstóla í landinu.

Mubarak var forseti Egyptalands í tæp þrjátíu ár. Hann var hrakinn frá völdum í febrúar árið 2011, í kjölfar mótmælaöldu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka