19 ára í lífshættu

Rússíbaninn Smiler.
Rússíbaninn Smiler. Af Wikipedia

Vicky Balch, 19 ára, er lífshættulega slösuð eftir rússíbanaslysið í Alton Towers-skemmtigarðinum í Staffordshire á þriðjudag. Skemmtigarðinum var lokað í kjölfar slyssins og nú hefur þremur tækjum til viðbótar í öðrum görðum eiganda Alton Towers einnig verið lokað.

Balch var fremst í rússíbanavagninum þegar hann lenti á kyrrstæðum prufuvagni. Fjórir voru fluttir á sjúkrahús með alvarlega áverka á fótum.

<iframe allowfullscreen="" frameborder="0" height="315" src="https://embed.theguardian.com/embed/video/travel/video/2015/jun/02/alton-towers-smiler-rollercoaster-crash-video" width="560"></iframe><div id="embedded-remove"> </div>

Eftirlitsaðilar hafa bannað eigendum garðsins að opna umrætt tæki, Smiler, þar til gripið hefur verið til aðgerða til að koma í veg fyrir að hörmulegt slysið endurtaki sig. Þá var þremur öðrum tækjum, í tveimur skemmtigörðum í Surrey, jafnframt lokað þar til nýjar og endurbættar öryggisreglur hafa verið teknar í gagnið.

Ákvörðunin um að loka tækjunum þremur í Chessington World of Adventures og Thorpe Park var tekin af eiganda garðanna, Merlin Entertainment. Framkvæmdastjóri fyrirtækisins sagði að slysið hefði ekki átt að eiga sér stað og menn væru staðráðnir í því að koma í veg fyrir endurtekningu.

Aðrir alvarlega slasaðir voru Daniel Thorpe, 27 ára, Joe Pugh, 18 ára, og Leah Washington, 17 ára.

Ítarlega frétt um málið má finna hjá Guardian.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert