Alton Towers opnaður á ný

Alton Towers skemmtigarðurinn.
Alton Towers skemmtigarðurinn.

Alton Towers-skemmtigarðurinn í Staffordshire í Bretlandi verður opnaður á ný í dag, tæpri viku eftir hörmulegt slys sem varð í garðinum í síðustu viku.

Skemmtigarðinum var lokað eftir að fjórir slösuðust alvarlega í rússíbananum The Smiler. Einn af vögnum rússíbanans hafnaði aftan á öðrum vagni og er nú rannsakað hvað fór úrskeiðis.

Talið er að garðurinn hafi tapað um 500 þúsund pundum hvern dag sem hann var lokaður, eða sem samsvarar um 100 milljónum íslenskra króna. Svæðið þar sem The Smiler er verður áfram lokað, sem og The Spinball, annar rússíbani í garðinum.

Fjögur ungmenni slösuðust alvarlega í slysinu.

Frétt mbl.is: 19 ára í lífshættu

Frétt mbl.is: Vagninn var á 32 km hraða

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert