Loka KFC og Pizza Hut í Nepal

Fyrstu KFC og Pizza Hut-staðirnir voru opnaðir í Nepal árið …
Fyrstu KFC og Pizza Hut-staðirnir voru opnaðir í Nepal árið 2010.

Búið er að loka fjór­um veit­inga­stöðum KFC og Pizza Hut í Nepal. Deilt hef­ur verið um vinnu­tíma starfs­fólks­ins en krafa varð gerð um að það þyrfti ekki að vinna leng­ur en til kl. 18 hvern dag svo það hefði tíma til að vinna á kvöld­in við end­ur­bæt­ur á hús­um sín­um.

Fleiri en 8.700 manns létu lífið í tveim­ur stór­um skjálft­um sem riðu yfir Nepal í apríl og maí. Tæp­lega millj­ón hús eyðilögðust í skjálftun­um. Yf­ir­menn og eig­end­ur veit­ingastaðanna vildu ekki hleypa fólk­inu heim en segj­ast nú neyðast til að loka stöðunum þar sem starfs­fólkið vilji ekki starfa á kvöld­in.

Fyrstu KFC og Pizza Hut-staðirn­ir voru opnaðir í Nepal árið 2010 og eru þeir einu alþjóðlegu staðirn­ir í land­inu.

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert