Lögreglan í New York rannsakar nú hvort strokufangarnir tveir sem brutust út úr Clinton Correctional Facility í gær á ævintýralegan hátt hafi fengið aðstoð frá starfsmanni fangelsisins. Sú sem liggur undir grun lögreglunnar er Joyce Mitchell, yfirmaður saumastofu í fangelsinu þar sem mennirnir tveir störfuðu einnig.
Mennirnir tveir fengu, þar sem þeir höfðu hegðað sér vel, að eyða meiri tíma utan fangaklefans en aðrir fangar, auk þess sem þeir höfðu aðgang að verkfærum sem var að finna í saumastofunni. Samkvæmt Daily News notuðust þeir við tóman gítarkassa til þess að flytja verkfærin úr saumastofunni í klefann sinn.
Lögreglan hefur nú leitað mannanna án árangurs í þrjá daga. Þeir sátu báðir inni fyrir morð og er því töluverð hætta talin stafa af þeim.
Þeir brutust út úr fangelsinu með því að skera sér leið inn í loftræstirör áður en þeir skriðu upp rörið og skáru sér leið út úr því fyrir utan veggja fangelsisins eftir að hafa skriðið í gegnum fjölda ganga og klippt á hengilás á leiðinni.
Sjá frétt CBS-news
Sjá frétt mbl.is: Hættulegir fangar sluppu út