Kúrdar, einkum kúrdískar konur, eiga stóran þátt í baráttunni gegn Ríki íslam. Í hálftímalöngu myndbandi fer ljósmyndarinn Joey L á slóðir þessara hermanna.
Afrakstur ferðar hans er hálftíma langt myndband, sem sýnir lífið á vígstöðvunum, afleiðingar átaka og heiminn með augum þeirra sem eru í fremstu víglínunni í baráttunni gegn Ríki íslam.
Ljósmyndarinn slæst í för með skæruliðum sem eru ekki hluti af opinberum her Kúrda, heldur samtök sem víða eru skilgreind sem hryðjuverkasamtök.