Amanda Knox hefur ekki sagt sitt síðasta fyrir dómstólum á Ítalíu. Hún þarf að koma aftur fyrir dóm þar sem hún hefur verið ákærð fyrir meiðyrði í garð lögreglu en Knox sagði að lögregla hefði kúgað hana til að til að saka eiganda ölstofu um að hafa myrt Meredith Kercher.
Knox og fyrrverandi kærasti hennar, Raffaele Sollectio, voru sýknuð af Hæstarétti á Ítalíu í mars á þessu ári en þau voru ákærð fyrir að hafa myrt Kercher.
Eigandi ölstofunnar, Patrick Lumumba, var úrskurðaður í gæsluvarðhald árið 2007 eftir að Knox sagði lögreglu að hún hefði haldið fyrir eyrum þegar hann myrti Kercher í íbúðinni sem stúlkurnar deildu. Hann var aftur á móti laus allra mála tveimur vikum síðar þegar háskólaprófessor útvegaði fjarvistarsönnun.
Ekki er talið að Knox verði viðstödd réttarhöldin sem hófust á þriðjudag. Saksóknari mun ekki kalla til vitni fyrr en í september. Lögmaður Knox segist engar áhyggjur hafa af málinu.