Flugmaðurinn óttaðist blindu

Andreas Lubitz óttaðist það að verða blindur.
Andreas Lubitz óttaðist það að verða blindur. AFP

Aðstoðarflugmaður­inn sem flaug þotu Ger­manw­ings vís­vit­andi á fjall í frönsku Ölp­un­um í mars átti erfitt með sjón og óttaðist það að verða blindur. Rannsóknarmenn greindu frá þessu í dag. Þeir sögðu jafnframt að enginn vafi sé á því að hinn 27 ára gamli Andreas Lubitz hafi grandað flugvélinni viljandi.

Sky News segir frá þessu. 

Allir 150 um borð létu lífið og flugvélin brotnaði í þúsund hluta við brotlendinguna.

Á blaðamannafundi sem haldinn var í París í Frakklandi í dag sagði saksóknarinn Brice Robin að Lubitz hafi verið á þunglyndislyfjum og hafði hitt sjö lækna, þar á meðal geðlækni, mánuði áður en flugferðin örlagaríka átti sér stað.

Síðust fimm árin hafði hann hitt 41 lækni. Sumir töldu Lubitz ekki hæfan til þess að fljúga en vegna reglna um trúnað mátti ekki láta yfirmenn hans vita.

Læknar í Þýskalandi geta verið dæmdir til fangelsisvistar brjóti þeir reglurnar, nema að sönnunargögn séu fyrir því að sjúklingurinn ætli að fremja alvarlegan glæp eða skaða sjálfan sig.

Á blaðamannafundinum kom fram að Lubitz hafi séð 30% minni birtu en eðlilegt þykir. Ekki liggur fyrir hvort að augnvandamál Lubitz tengist andlegum veikindum hans.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert